Suður-kóreaskia tæknifyrirtækið Samsung er eitt stærsta fyrirtæki sinnnar tegundar í heiminum ef miðað er við rekstrartekjur og þeir ætka sér greinilega ekki að gefa upp baráttuna við Apple á snjallsímamarkaðinum..Samsung skilaðiþannig methagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra eða um 4,7 milljörðum dala fyrir skatt og 2,35 milljörðum dala eftir skatt, jafngildi um 290 milljarða íslenskra króna.

Hagnaðurinn er að verulegu leyti til kominn vegna góðrar sölu á snjallsímanum Galaxy sem er orðið eins konar flaggskip Samsung. Samsung gaf ekki upp sölutölur í uppgjörinu en samkvæmt útreikningum. Strategy Analytics hefur Samsung líklega selt um 36,5 milljónir farsíma á fjórða ársfjórðungi sem er litlu minna en Apple seldi.