Svissneski námu- og hrávöruframleiðandinn Glencore greiddi 180 milljónir dollara bætur til að ljúka spillingarrannsókn á félaginu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.

Samkomulagið nær til athæfis félagsins á árunum 2007 til 2018 þar sem félaginu var gefið af sök að hafa greitt réttum aðilum 27,5 milljónir dollara í Kongó til að veita félaginu „samkeppnisforskot“, sem sagðar eru hafa verið nýttar til að greiða mútur.

Glencore hefur alls greitt meira en 1,6 milljarða dollara í sektir á árinu vegna spillingarmála en engu síður er búist við að félagið skili methagnaði á árinu, um 3,2 milljörðum dollara.