Hagnaður bandaríska olíurisans Exxon, stærsta einkahlutafélagi heims, nam á þriðja ársfjórðungi alls 14,83 milljörðum samkvæmt uppgjörstilkynningu frá félaginu eykst um 58% milli ára.

Reuters fréttastofan greinir frá því að aldrei fyrr hefur félagið hagnast svo mikið á einum ársfjórðungi, né nokkru annað bandarískt fyrirtæki og er því um methagnað að ræða.

Hagnaður félagsins fyrstu níu mánuði ársins nemur því alls um 37,4 milljörðum dala og eykst um 29% milli ára. Exxon hagnaðist um 11,7 milljarða dali á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Þá kemur fram í tilkynningu félagsins að salan á hagnaður hefði getað verið hærri en olíuverð hefur lækkað lítillega á ársfjórðungnum auk þess sem fellibylir og önnur óveður hafa gert félaginu erfitt um vik. Þannig kemur til að mynda fram að fellibylirnir Gustav og Ike hafi kostað félagið um 500 milljónir dala.

Exxon mun greiða um 2,1 milljarð dala í arðgreiðslur til hluthafa.