Hagnaður HSBC, stærsti banki Evrópu að markaðsvirði, jóskt um 17% á milli ára og nam 15,08 milljörðum dollara á síðasta ári, segir greiningardeild Landsbankans. Það er mesti hagnaður sem breskur banki hefur nokkurn tímann skilað.

Sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir aðeins minni hagnaði en muninn má rekja til betri gengis í vaxtarhagkerfum á borð við Kína heldur en gert var ráð fyrir.

Bankinn skapar undir fimmtung hagnaðar síns í Bretlandi, segir greiningardeildin.

Það var árið 1992 sem bankinn hóf að stunda veruleg viðskipti þar í landi, en þá var Midland Bank yfirtekið.

Bankinn tilkynnti á síðasta ári að stjórnarformaðurinn John Bond myndi láta af störfum nú í vor eftir 45 ára veru hjá bankanum en hann er talinn hafa átt stóran þátt í góðri afkomu undanfarið.