Breski olíurisinn BP, sem er annað stærsta olíufélagið í heiminum á almennum hlutabréfamarkaði, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta fjórðung ársins í dag. Tekjur félagsins á fjórðungnum námu 79,8 m.USD og jukust um 16% frá því í fyrra þegar tekjur fyrsta ársfjórðungs námu 69 mö.USD. Hagnaður BP nam 6,7 mö.USD á tímabilinu eða sem nemur 25,6 sentum á hlut segir í Vegvísi Landsbankans.

Hagnaður félagsins jókst um 35% milli ára en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður BP 5 mö.kr. eða sem nemur 19,3 sentum á hlut. Gott gengi olíufélagsins má rekja til mikillar hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu en samkvæmt upplýsingum frá BP var meðalhráolíuverð um 40% hærra á fyrsta fjórðungi þessa árs en það var í fyrra.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.