Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis skilaði rúmlega 1300 milljónum króna í hagnað fyrstu 6 mánuði ársins samanborið við 202 milljónir árið áður og jókst því hagnaðurinn um 550% milli ára.

Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að starfsemi SPRONs hefur styrkst mikið undanfarin ári og nálgast eigið fé nú 6 milljarða króna. ?Útlán hafa aukist um 18% og innlán um 12% það sem af er árinu. Vanskilahlutfall SPRON er nú mun lægra en síðustu ár, þannig að þróun mála hefur verið SPRON einkar hagstæð. Fjárfestingar sparisjóðsins í hlutabréfum eru þó sá liður sem mestri ávöxtun skilar. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið og fjárfestingar SPRON á þessu sviði hafa skilað frábærum árangri. Rekstur dótturfélaganna Frjálsa fjárfetingabankans og nb.is hefur einnig gengið mjög vel og er hann í samræmi við áætlanir félaganna," segir Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri.