Þess er vænst að enska úrvalsdeildarliðið Manchester United skýri innan tíðar frá methagnaði upp á um 75 milljónir punda, eða um 9,5 milljarða króna, á fjárhagsárinu.

Velta félagsins var yfir 200 milljónir punda, 25,2 milljarðar króna, eftir því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum. Þetta er umtalsverð hækkun á hagnaði og veltu frá síðustu tölum sem skýrt var frá í byrjun þessa árs. Þá nam veltan 167,75 milljónum punda og hagnaðurinn 46,25 milljónum punda. Mesta velta í rekstri Manchester United fram að þessu var 174 milljónir punda.