Hagvöxtur í Singapúr á árinu 2010 var 14,7% samanborið við 1,3% samdrátt árið áður. Hefur hagvöxtur aldrei mælst meiri í landinu, að því er segir í frétt BBC.

Fyrra met var frá árinu 1970 en þá jókst framleiðsla um 13,8%. Framleiðslugeiri landsins stækkaði mikið á síðasta ári og alls um 28,2% á fjórða ársfjórðungi.

Samkvæmt gögnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var hagvöxtur í ríkjum heimsins einungis meiri í Katar.