Vöruskiptahallinn í Bretlandi mældist 325 milljarðar króna og óx um 18% milli mánaða en væntingar voru um að hallinn myndi dragast saman, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Þetta er áhyggjuefni þar sem breski Seðlabankinn gerir ráð fyrir að aukinn útflutningur og vöxtur í einkaneyslu og fjárfestingu muni hjálpa hagkerfinu að vaxa í ár.

Aukinn vöruskiptahalli er vísbending um að Seðlabankinn sé of bjartsýnn hvað varðar hagvaxtarhorfur, segir greiningardeilin.

Rekja má aukinn viðskiptahalla til þess að útflutningur til landa utan Evrópusambandsins dróst saman um 3,9% milli mánuða.

Hagvöxtur á ársgrundvelli mældist 1,7% á þriðja ársfjórðungi 2005 og hefur breska hagkerfið ekki vaxið hægar í nær 13 ár. Spár breska seðlabankans gefa til kynna að hagvöxtur árið 2006 verði um 2,5%.