Bandaríska fjármálaráðuneytið tilkynnti fyrir stundu að alríkissjóðurinn hefði verið rekinn með 222,5 milljarða dala halla í febrúar. Hallinn hefur aldrei áður verið eins mikill í einum mánuði.

Febrúar hefur undanfarin ár verið einn hallamesti mánuður ársins. Fyrra met er frá því í sama mánuði í fyrra en þá var hallinn 220,9 milljarðar dala.

Fjárlagaárið hófst 1. október en fyrstu fimm mánuði þess (október - febrúar) var hallinn á alríkissjóðnum 641,26 milljarðar dala sem er 10 milljörðum dala lægri en á sama tímabili árið á undan.