Tekjur Sádí Arabíska ríkisins námu 608 milljörðum riyala (162 milljarða bandaríkjadala) á árinu en það er 15% minna en búist var við. Að sama skapi námu útgjöld ríkisins 975 milljörðum riyala sem er 13% meira en ráð var gert fyrir á árinu.

Stærsta einstaka ástæðan fyrir hallanum á ríkissjóði þetta árið er hríðlækkandi olíuverð á árinu. Það hefur farið úr 125 dollurum á tunnuna árið 2012 niður í 37,18 dollara eins og staðan er í dag. Tekjur af olíu nema 77% af heildartekjum ríkissjóðs þetta árið en þær hafa fallið um 23% frá fyrra ári.

Athygli vekur að hernaðarútgjöld hafa aukist um 20 milljarða riyala á árinu en það er m.a. vegna aukinna umsvifa gegn ISIS.