Nóvember var metmánuður í fjölda viðskipta á Nordic Exchange.  Hið nýja met í fjölda viðskipta er 234,070 viðskipti á dag í nóvember (fyrra met: 214,167 viðskipti á dag í ágúst 2007).     “Þennan fyrsta mánuð eftir að MiFid tilskipunin gekk í gegn, hefur fjöldi viðskipta aldrei verið meiri. Miðað við svipaða reynslu frá Bandaríkjunum, búumst við þess vegna við að velta í viðskiptum muni aukast enn meira í framtíðinni. Þess vegna er mikilvægt að við höldum áfram að þróa Nordic Exchange á öllum stigum til að aðlagast þessum breytingum, " sagði Jukka Ruuska, forstjóri Nordic Market Places í OMX.