Sérstakur saksóknari hefur ákært þau Jón Garðar Ögmundsson og Ásgerður Guðmundsdóttur, sem reka skyndibitastaðina Metro, fyrir meiri háttar skattalagabrot. Þau eru ákærð fyrir að hafa ekki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsfólk á árunum 2011 til 2012. Jón, sem rak McDonald's  staðina á Íslandi, er ákærður fyrir undanskot upp á tæpar 35 milljónir króna en Ásgerður upp á tæplega 38,9 milljónir.

Kjarninn fjallar um málið í dag og birtir ákæru sérstaks saksóknara á hendur þeim.

Þetta er önnur ákæra embættis sérstaks saksóknara á hendur Jóni á tæpu ári en í fyrrahaust var hann ákærður fyrir brot af sama tagi á árunum 2009 og 2010 upp á 22,5 milljónir króna. Jón hlaut í héraðsdómi í febrúar á þessu ári fimm mánaða fangelsi með skilorði til tveggja ára og gert að greiða 45 milljónir í sekt. Kjarninn birtir sömuleiðis þann dóm yfir honum .