Hagnaður þýska bílaframleiðandans Daimler nam 8,7 milljörðum evra í fyrra, um 1.360 milljörðum króna. Hagnaðurinn nam 6,8 milljörðum árið 2012.

Alls seldi Daimler 2,35 milljónir ökutækja og nam aukningin 7% milli ára.Félagið gerir ráð fyrir enn meiri aukningu í ár. Starfsmenn fyrirtækisins voru 274 þúsund, örlítiið færri en árið á undan.

Sala á Mercedes Benz jókst um 4%

Mestur vöxtur var í Kína, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Söluaukningin má aðallega þakka smærri bílum sem fyrirtækið hefur komið með á markaðinn á undanförnum misserum.

Uppgjör helstu samkeppniaðila Mercedes, BMW og Audi, munu birtast á næstu dögum.