Tekjur ITV af auglýsingum féllu um 43% á öðrum ársfjórðungi sem er mesti samdráttur auglýsingatekna í sögu fyrirtækisins. Fjölmiðlafyrirtækið segist þó sjá batamerki en sjónvarpsáhorf jókst í faraldrinum. Financial Times segir frá .

Heildartekjur ITV námu 1,2 milljörðum punda á fyrstu sex mánuðum ársins sem er um 17% minna heldur en á sama tímabili í fyrra. Aðlagaður rekstrarhagnaður féll einnig um 50% milli ára.

ITV hefur átt í högg að sækja, jafnvel fyrir heimsfaraldurinn, þar sem áhorfendur hafa verið að færa sig á netið í stað hefðbundins sjónvarpsáhorfs. Fyrirtækið hefur bætt í framleiðslu á eigin efni, sem vegur um 40% af tekjum fyrirtækisins. Carolyn McCall, forstjóri ITV, sagði einnig að áskrifendafjöldi streymisveitunnar Britbox, sem er í 90% eigu ITV, væri á undan áætlun.

Hlutabréf ITV hafa fallið um meira en eitt prósent í dag og um meira en 60% á árinu. Markaðsvirði fjölmiðlafyrirtækisins er rúmlega 2,4 milljarðar punda í dag.