Sala nýrra bíla dróst saman september, 12 mánuðinn í röð. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, í dag og er haft eftir helstu bílaframleiðendum svæðisins. Samdrátturinn nú í september er sá mesti sem orðið hefur á síðustu tólf mánuðum.

Eftirspurn eftir nýjum bílum í Evrópusambandslöndunum 27 hefur dregist saman um 10,8% síðan á síðasta ári. Eina undantekningin frá regluna var í Bretlandi þar sem fjöldi nýrra seldra bíla jókst um 8,2%, miðað við sama tíma á síðasta ári.

Í Þýskalandi dróst sala bíla saman um 10,9%, í Frakklandi um 17,95%, á Ítalíu um 25,7% og á Spáni um 36,8%, miðað við september á síðasta ári.