Smásala í Bretlandi minnkaði um 3,9% í júní, en hún jókst óvænt í maí um 3,6%. Smásala hefur ekki dregist jafn mikið saman í einum mánuði og í júní frá því mælingar hófust árið 1986.

Smásala jókst um 0,6% á 2. ársfjórðungi í Bretlandi miðað við 1. fjórðung og hefur það sem af er ári aukist um 2,2% á ársgrundvelli.

Veðurfari í maí var þakkað sú óvænta söluaukning sem þá varð þar sem drykkjarföng og fatnaður seldist vel í hitanum sem þá var.

Verðlag smásöluverslana í Bretlandi hefur hækkað um 0,5% það sem af er þessu ári samkvæmt frétt BBC.