Credit Agricole, þriðji stærsti banki Frakklands samkvæmt markaðsverði, tapaði 3,1 milljarði evra, um 500 milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Til samanburðar tapaði hann 328 milljónum evra á sama tíma í fyrra.

Bankinn hefur aldrei tapað meiru á einum ársfjórðungi frá því að hann var skráður í kauphöllina í París.

Afskriftir vegna grískra skuldabréfa vógu þungt í rekstri bankans. CA þurfti að afskrifa 2,4 milljarða evra vegna Grikklands allt síðasta ár, tæpa 400 milljarða evra.

Credit Agricole
Credit Agricole