Tekjur PwC, stærsta endurskoðendafyrirtæki heims, ruku upp í methæðir á síðasta rekstrarári sem lauk í júnílok en þær hljóða upp á um 31,5 milljarða dollara. Þetta er um 8% meiri tekjur miðað við árið á undan. Tekjur af ráðgjafararmi PwC jukust mest eða um 17%.

Dennis Nally, stjórnarformaður PwC, segir að megináherslur PwC verði á upprennandi mörkuðum þrátt fyrir aukinn óróleika í Arabaríkjunum. Ennfremur sagði hann að fyrirtækið myndi ráða um 25 þúsund nýja starfsmenn árið 2013 en heildarfjöldi starfsmana PwC verða þá rúmlega 180 þúsund.

Þrátt fyrir skuldakreppuna í Evrópu jukust tekjur PwC í Vestur-Evrópa úr 11,5 milljörðum dollurum í 12 milljarða dollara.

PwC heldur því sætinu sínu sem stærsta endurskoðendafyrirtækið annað árið í röð eftir að hafa tapað titlinum til Deloitte árið 2010, þó bara í eitt ár.