Hugbúnaðarfyrirtækið Sprettur stóð fyrir sjöundu Agile Ísland-ráðstefnunni á Hilton Reykjavík Nordica í lok nóvember. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í ráðstefnunni en alls mættu um 230 manns til að fræðast um nútímahugbúnaðarþróun.

Á meðal fyrirlesara var Anders Ivarson frá Spotify og sagði hann meðal annars frá því hvernig fyrirtækinu tókst að fjölga starfsfólki úr 10 í 500 á stuttum tíma. Tvær fyrirlestrarbrautir voru í boði á ráðstefnunni: fólkið og tæknin.