Elon Musk hefur ákveðið að hópur starfsmanna hjá Twitter fái hlutbréf í fyrirtækinu sem einhvers konar kaupauka. Wall Street Journal greinir frá þessu og vitnar í tölvupóst, sem Musk sendi starfsfólki.

Ekki kemur fram hversu margir starfsmenn fá bréf í fyrirtækinu. Hins vegar kemur fram að miðað við hlutabréfa kaupaukann verðmeti Musk Twitter á 20 milljarða dollara, sem er ríflega helmingi lægra verð en hann keypti það á í fyrra. Kaupverðið nam 44 milljörðum dollara.

„Ég sé skýra en erfiða leið að takmarkinu, sem er að Twitter verði 250 milljarða dollara virði,“ skrifar Musk og bæti við að það þýði að bréfin sem veitt verði nú muni meira en tífaldast í verði.