*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 21. apríl 2021 12:40

Metvelta á fasteignamarkaði

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,6% milli mars og febrúar sem er mesta mánaða hækkun síðan í maí 2017.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu í mars var 1.648 og hafa aldrei verið fleiri frá árinu 2006. Upphæð viðskiptanna, miðað við útgáfudagsetningu, var um 85 milljarðar króna en þar af voru um 62 milljarðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár. 

Kaupsamningum fjölgaði um 25,2% milli mars og febrúar í ár og veltan jókst um 29,1%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði kaupsamningum um 2142% og veltan jókst um 28%.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,6% milli febrúar og mars sem er mesta hækkun sem hefur sést milli mánaða síðan í maí 2017, að því er kemur fram í hagsjá Landsbankans. 

Verð á fjölbýli hækkaði um 1,46% í mars og verð á sérbýli hækkaði um 1,54%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 8,9% og hefur ekki verið hærri síðan í febrúar 2018. Árshækkun fjölbýlis var 8,0% í mars og jókst úr 7,2% frá því í frebrúar. Árshækkun sérbýlis var 9,9% í febrúar og hækkaði úr 6,3% í febrúar.

Um síðustu mánaðamót fjallaði Viðskiptablaðið ítarlega um fasteignamarkaðinn.