Hækkun matar- og orkuverðs ýtti verðbólgu á evrusvæðinu upp í 4% í júní, og hefur hún aldrei verið meiri frá því að mælingar hófust árið 1997. Verðbólga á svæðinu var 3,7%.

Evrópski Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í 4,25% í byrjun júnímánaðar til að sporna gegn verðbólgu. Verðbólgumarkmið bankans er 2%.

Sé matur og eldsneyti ekki tekið með í mælingunum var verðbólga í júní 1,8%, en var 1,7% í maí. Það þykir benda til þess að verðhækkanir matar og eldsneytis séu byrjaðar að hafa áhrif á verð annarra vöruflokka, samkvæmt frétt BBC. Því búast margir við frekari stýrivaxtahækkunum evrópska Seðlabankans.