Verðbólga á evrusvæðinu var 4,1% í júlí og hefur ekki verið hærri frá því að mælingar hófust árið 1997. Þetta kemur fram í tölum frá hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat.

Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu er 2,0%.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu jókst einnig, úr 7,2% í maí upp í 7,3% í júní.