*

laugardagur, 16. október 2021
Erlent 5. ágúst 2021 14:35

Metvöruskiptahalli í Bandaríkjunum

Vöruskiptahalli jókst um 6,7% í Bandaríkjunum í júní og nam 76 milljörðum dollara.

Snær Snæbjörnsson
Bandaríkjamenn keyptu töluvert af innfluttum vörum í mánuðinum.
epa

Vöruskiptahalli Bandaríkjanna jókst um 6,7% í júní og hefur aldrei verið hærri. Marketwatch greinir frá.

Vöruskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd var um 75,7 milljarðar dollara samanborið við 71 milljarð dollara í maí. Heildarútflutningur nam 207,7 milljörðum og innflutningur nam 283,4 milljörðum, sem er einnig met. Búist er við því að nýtt met verði slegið í vöruskiptahalla á þessu ári.

Meginástæðan fyrir þessum mikla vöruskiptahalla skýrist af snörpum bata efnahagskerfis Bandaríkjanna miðað við önnur lönd en hallinn mun að öllum líkindum minnka þegar fleiri lönd ná betri tökum á faraldrinum. Þá útskýra hærri olíu- og hrávöruverð einnig hluta hallans.

Fyrir faraldurinn var vöruskiptahalli Bandaríkjanna í kringum 45 milljarðar dollara.