Utanríkisráðherra Mexíkó Luis Videgaray fordæmir fyrirætlanir Donald Trump, sem hefur lofað því ítrekað að Mexíkanar komi til með að borga fyrir byggingu veggs. Hugmynd Trump var sú að skella 20% innflutningstoll á mexíkanskar vörur til að fjármagna mannvirkið. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Videgaray segir að slíkur tollur kæmi til með að gera mexíkanskar vörur dýrari í Bandaríkjunum, svo að það væri raun Bandaríkjamenn sem koma til með að borga fyrir vegginn umrædda.

Mexíkóski forsetinn, Enrique Peña Nieto, hætti við fyrirhugaða heimsókn til Trump vegna málsins. Uppbyggingin var eitt af megin kosningarloforður Donald J. Trump, nýs forseta Bandaríkjanna. Trump undirritaði fyrr í þessari viku forsetatilskipun þess efnis að vegginn skyldi byggja.

Í gær sagði Sean Spicer að 20% innflutningsskattur á mexíkanskar vörur myndi auka skatttekjur Bandaríkjanna um 10 milljarða dollara á ári. „Eins og staðan er nú þá er skattastefnan fáránleg, vörur sem fara í útflutning eru tolllagðar en það þarf ekki að borga tolla fyrir innflutning,“ sagði Spicer og bætti við að það væri auðveldlega hægt að borga fyrir vegginn með skattinum.