Ríkisstjórinn í Puebla í nágrenni Mexíkóborgar ætlar að láta lögregluna á svæðinu kaupa 100-200 bíla frá Volkswagen. Þetta kemur fram í þýska viðskiptablaðinu Handelsblatt.

Rafael Moreno Valle ríkisstjóri tilkynnti stjórnendum Volkswagen í Mexíkó þetta á fundi í síðustu viku. Í samtali við fjölmiðil á svæðinu sagði Valle „Á erfiðum tíma hjá fyrirtækinu er mikilvægt fyrir mig að sýna Volkswagen stuðning.“

Það kemur eflaust ekki á óvart, en Volkswagen rekur einmitt verksmiðjum í Puebla með um 11 þúsund starfsmenn. Alls hafa um 40 þúsund manns starf vegna verksmiðjunnar.

Talsmaður Volkswagen staðfesti þetta og sagði aðgerðir ríkisstjórans aðallega táknrænar.