Tískufyrirtækið Michael Kors hefur fest kaup á skóframleiðandanum Jimmy Choo. Nemur kaupverðið 896 milljónum punda samkvæmt frétt CNN . Hlutbréfaverð Jimmy Choo hefur hækkað um 17% það sem af er degi eftir að Michael Kors greindi frá yfirtökunni fyrir opnun markaða í dag.

Eru kaupin talinn vera nýjasta nýjasta dæmið um samruna fyrirtækja í hátískugeiranum sem hafa átt sér stað vegna aukinnar samkeppni. Kaupin ættu að að auka fjölbreytileika  í vörulínum Michael Kors og auka sölu fyrirtækisins á mörkuðum í Asíu. Micheal Kors hefur verið í töluverðum vandræðum á undanförnum misserum. Í maí síðastliðnum greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist loka yfir hundrað verslunum á næstu tveimur árum en vörusala tískuvörurisans hefur dregist saman á síðustu sjö ársfjórðungum.

„Við teljum að miklir vaxtamöguleikar séu til staðar hjá Jimmy Choo. Michael Kors mun skuldbinda sig til að styðja áfram við það sterka vörumerki sem Jimmy Choo hefur byggt upp á síðustu 20 árum," Sagði John Idol, forstjóri Michael Kors í yfirlýsingu vegna kaupanna.

Jimmy Choo var stofnað árið 1996 af Tamara Mellon, fyrrum ritstjóra hjá Vouge og hönnuðinum Jimmy Choo. Fyrirtækið náði heimsfrægð eftir að skór þess birtust í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á borð við Sex and the City og The Devil Wears Prada. Í apríl síðastliðnum greindi fyrirtækið frá því að það væri til sölu og væri í leit að nýjum eigendum.