Bandaríski prófessorinn og Íslandsvinurinn MIchael Porter er á fullu þessa dagana. Hann vinnur bæði að því að finna leiðir til að bæta heilbrigðismál í Kína og Afríku. Umfangsmesta verkefni Porters er á sérsviði hans og gengur út á að kortleggja hvernig auka megi samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Porter segir kortlagninguna ganga út frá því að umræðan um samkeppnishæfni landsins hafi fram til þessa verið á röngum forsendum.

Porter, sem er einn þekktasti sérfræðingum í heimi á sviði stjórnunar, stefnumótunar og samkeppnishæfni, hefur unnið nokkuð með Íslendingum í þessum málum. Mikla athygli vakti þegar hann kom hingað árið 2006. Þá sagði hann Íslendinga komna út af sporinu vegna ohitnunar í hagkerfinu og lifa um efni fram. Hann sneri aftur árið 2010 og kynnti kortlagningu sem hann leiddi á íslenskum jarðvarmaklasa.

Fjallað er um verkefni Porters og störf hans í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Fortune .