Körfu­bolta­goðið Michael Jor­d­an á yfir einn milljarð Bandaríkjadala að mati Forbes.

Ný­lega jók Jor­d­an eign sína í körfu­boltaliðinu Char­lotte Hornets og á hann nú 89,5% hlut. Að mati Forbes hafa eignir Jordan yfir milljarð dala, um 115 milljarða króna, við þessi viðskipti.

Jor­d­an keypti fyrst í liðinu árið 2006. Þá hét það Bobcats, Forbes metur eign hans í liðinu á 416 milljónir dala og aðrar eignir á 600 milljónir dala.

Hér má sjá umfjöllun Forbes um málið.