Breska tæknifyrirtækið Micro Focus hefur fest kaup á hugbúnaðarsviði Hewlett-Packard á 8,8 milljarða Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í frétt Reuters .

Eftir viðskiptin, þá verður Micro Focus eitt af stærstu bresku tæknifyrirtækjunum með veltu upp á 4,5 milljarða Bandaríkjadala á ári.

Í kjölfar þess að Micro Focus hefur yfirtekið rekstur hinna ýmsu fyrirtækja þá hefur fyrirtækið Micro Focus vaxið talsvert. Það var tiltölulega lítill aðili á markaði en er núna virði yfir 5 milljarða punda. Hagnaður fyrirtækisins tvöfaldaðist til að mynda árið 2015.

Hlutabréf í Micro Focus hækkuðu um 18% í morgun. Haft er eftir Kevin Loosemore, forstjóra Micro Focus á vef BBC , að þetta markaði tímamót í sögu fyrirtækisins.