Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur hótað því að tölvufyrirtækið Microsoft eigi yfir höfði sér frekari fésektir ef þeir afhendi ekki tæknilegar upplýsingar um stýrikerfi sitt, segir í frétt Dow Jones.

Framkvæmdarstjórnin hefur gefið Microsoft fram að 23. nóvember til að afhenda tækniupplýsingar sem geri samkeppnisaðilum kleift að hanna hugbúnað sem geti unnið með stýrikerfi Microsoft vandræðalaust.

Þessi samverkunarhæfni (e.interoperability) var aðalástæða þess að Framkvæmdarstjórnin sektaði Microsoft um 497 milljónir evra (43 milljarðar króna) árið 2004, og svo aftur um 280,5 milljónir (25 milljarðar króna) nú í júlí fyrir að verða ekki fyllilega við óskum Framkvæmdarstjórnarinnar.

Framkvæmdarstjórnin segir að Microsoft hafi ekki enn afhent fullnægjandi gögn síðan fyrirtækið var sektað í júlí og hefur hóta þriggja milljóna evra dagsektum frá þeim tíma, en það munu vera 108 milljónir evra (9,7 milljarðar króna) í dag.