Microsoft hefur áfrýjað gegn sekt sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins dæmdi fyrirtækið til að greiða fyrir að brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin nemur 899 milljónum evra, og er stærsta sekt sem framkvæmdastjórnin hefur nokkurn tímann dæmt eitt fyrirtæki til að greiða.

Árið 2004 var Microsoft sakað um að misnota sér markaðsráðandi stöðu sína til að ýta smærri samkeppnisaðilum út af markaðnum með meðal annars afspilunarforrit. Einnig er fyrirtækið sakað um að tengja nefvafra sinn, Internet Explorer, með ósanngjörnum hætti við Windows-stýrikerfi sitt.

Microsoft hefur tilkynnt að næstu útgáfur Windows verði móttækilegri fyrir forritum og vöfrum frá samkeppnisaðilum sínum.

Framkvæmdastjórnin hefur nú ýtt úr vör tveimur nýjum rannsóknum á starfsemi Microsoft vegna sambærilegra mála.