Microsoft kynnti í dag nýja farsíma sem keyra Windows hugbúnað. Með farsímunum hyggst Microsoft blanda sér í samkeppni við Apple og Google sem eru nánast allsráðandi á markaði smart-síma.

Í frétt Reuters segir að margir líti svo á að farsímar séu lykillinn að framtíð tölvutækninnar. Því ákvað Microsoft að fara í samkeppni við iPhone farsíma Apple og Android farsímastýrikerfi Google.

Símarnir, sem voru frumsýndir í dag, eru ekki ólíkir iPhone í útliti. Alls níu símar voru frymsýndir frá Samsung, LG, HTC og Dell.

Tölvuleikir í símann

Eigendur Windows-síma mun verða kleift að spila Xbox-tölvuleiki á símunum. Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts hefur einnig sagt að þeir muni gefa út fjölda leikja.

Hlutfall Microsoft á markaði smart-síma er einungis 5%. Símar sem nota Android stýrikerfi Google hafa um 17% markaðshlutfalls.