Síðasta vika var annasöm hjá hugbúnaðafélagið Microsoft. Í fyrsta lagi komst Microsoft að samkomulagi við Novell (NOVL) um að Microsoft borgaði félaginu 536 milljón dollara gegn því að Novell félli frá ákæru á hendur Microsoft. Novell hyggst í kjölfarið kæra Microsoft aftur og nú fyrir að hafa gert lítið úr ritvinnsluforriti þeirra WordPerfect. Novell ætlar að reyna að sækja meiri pening í djúpa vasa risans sem getur borgað út allt að hundrað slíkar greiðslur úr sjóðum sínum.

Í öðru lagi var settur í sölu tölvuleikurinn Halo 2 sem spilaður er í X-box tölvum frá Microsoft. Fór salan vel af stað og seldist leikurinn fyrir um 80 milljón dali á fyrsta degi. Að síðustu var í vikunni tilkynnt um sérstaka arðgreiðslu upp á 3 dollara á hlut sem mun miðast við hlutabréfaeign þann 17. nóvember og verður greiddur út þann 2. desember. Hlutabréfaverð Microsoft hækkaði í vikunni um 2,36% og endaði í 29,97 dollurum á hlut.

Byggt á Vikufréttum MP fjárfestingabanka.