Kaup bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft á finnska farsímafyrirtækinu Nokia er gengin í gegn. Punkturinn var settur aftan við kaupin í dag. Út af standa kaup á tveimur verksmiðjum Nokia á Indlandi og í Kóreu.

Upphaflega bauð Microsoft 5,44 milljarða evra, jafnvirði rúmra 840 milljarða íslenskra króna, í Nokia. Fram kemur í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar að líklega muni verðmiðinn hækka eitthvað.

Greint var frá því í fyrrasumar að viðræður stæðu yfir um kaup Microsoft á Nokia. Langt er um liðið síðan áhugi Microsoft kviknað á því að ná fótfestu á farsímamarkaði og keppa þannig við Android síma Google og ekki síst við iPhone síma Apple. Á sama tíma átti Nokia í miklum vandræðum eftir harða samkeppni við Apple og ekki síður snjallsíma Samsung. Fyrirtækin hafa um nokkurt skeið unnið saman en nýjustu símar Nokia í Lumia-seríunni keyra á Windows-stýrikerfi Microsoft.