Microsoft hyggst þrefalda minni Xbox 360 leikjatölvunnar, til að verða ekki undir í harðri samkeppni við Nintendo og Sony á leikjatölvumarkaðnum.

Ný útgáfa Xbox kemur í verslanir í Bandaríkjunum í ágúst, en hún mun búa yfir 60 gígabæta minni. Um leið lækkar verð Xbox-tölva með 20 gígabæta minni.

Xbox hefur það sem af er þessu ári ekki selst jafn vel í Bandaríkjunum og Nintendo Wii tölvan og Playstation 3 frá Sony.