Microsoft mun bjóða upp á tækni sem gerir tölvum kleift að vinna á mörgum stýrikerfum samtímis, segir í frétt Dow Jones.

Þessi þjónusta sem verður ókeypis og óleyfisskyld mun gera hugbúnaðarfyrirtækjum auðveldara fyrir að vinna með Windows stýrikerfinu, segja talsmenn Microsoft.

Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins sektuðu Microsoft um tæpa 43 milljarða króna fyrir að gera samkeppnisfyrirtækjum erfitt fyrir að vinna með Windows-stýrikerfið. Samkeppnisyfirvöld hafa farið fram á að Microsoft kortleggi stýrikerfið til að samkeppnisaðilum verði gert auðveldara að vinna með því.