Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur uppi áform um að kaupa norska fyrirtækið Fast Search & Transfer (FAST), sem framleiðir leitarvélar í netheimum. Tilboðið verður fjármagnað með reiðufé og verð metur félagið á 1,2 milljarða Bandaríkjadala.

Stjórnendur FAST hafa ráðlagt hluthöfum sínum að samþykkja tilboðið. Gengi bréfa FAST hækkaði um meira en 40% í kjölfar frétta af yfirtökuáformum Microsoft.