Microsoft ætlar í mál við Motorola vegna þess að símar fyrirtækisins, sem styðjast við Android hugbúnaðinn frá Google, eru byggðir upp að miklu leyti á tækni frá Microsoft. Þetta telur hugbúnaðarrisinn Microsoft að standist ekki og ætlar að láta á það reyna fyrir dómstólum.

Þetta er enn ein birtingarmynd harðnandi samkeppni á milli Microsoft og Google en hið síðarnefnda hefur boðað enn fleiri nýjungar, ekki síst á sviði stýrikerfa og hugbúnaðar fyrir heimilistölvur. Á því sviði hefur Microsoft haldið miklum yfirburðum undanfarin ár með Windows stýrkikerfinu, Office-forritunum og Explorer vafranum svo eitthvað sé nefnt.