Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft gaf það út í dag að þeir hafi keypt fyrirtækið Github fyrir sjö og hálfan milljarð bandaríkjadala. Microsoft greiðir fyrir kaupin með hlutabréfum í sjálfum sér og gert er ráð fyrir að þau gangi í gegn í lok árs.

Github er vettvangur á vefnum þar sem forritarar víða af úr heiminum vinna saman að hinum ýmsu verkefnum. Fyrirtækið var stofnað árið 2008.

Github mun þrátt fyrir þessa yfirtöku, áfram starfa sjálfstætt. Forritarar geta því áfram notað þau tól og stýrikerfi sem þeir vilja og mun þjónustan ekki einungis vera í boði fyrir Windows notendur. Frá þessu er greint á vef BBC .