*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Erlent 15. september 2014 14:28

Microsoft kaupir Minecraft

Microsoft hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu Mojang fyrir tvo og hálfan milljarð dollara.

Ritstjórn
Microsoft hefur keypt sænska fyrirtækið Mojang og þar með eignast tölvuleikinn Minecraft.

Microsoft hefur keypt sænska tölvuleikjafyrirtækið Mojang fyrir tvo og hálfan milljarð bandaríkjadala, eða tæpa 300 milljarða íslenskra króna. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Með samningnum eignast Microsoft tölvuleikinn Minecraft sem er gríðarlega vinsæll um heim allan. Microsoft sér ákveðinn hag í þessu og telur mögulegt að lokka þessa spilendur til Xbox One leikjatölvunnar, en sala hennar hefur verið undir væntingum.

Sala fyrirtækisins er nokkuð óvænt þar sem Markus Peterson, stofnandi Mojang, hafi áður slegið öll tilboð frá sér og talað opinberlega gegn stórum tæknifyrirtækjum, þ.á.m. Microsoft. Í síðustu viku fóru hins vegar að berast fréttir af samningaviðræðum félaganna.

Stikkorð: Microsoft Minecraft