Microsoft hefur nú keypt samskiptavefinn Yammer fyrir litla 1,2 milljarða Bandaríkjadala. Yammer hefur verið kallað Facebook fyrirtækjanna og eru kaupin talin marka vissa áherslubreytingu hjá Microsoft. The Wall Street Journal hefur eftir heimildarmanni að fyrirtækið vinni nú að endurbótum á Office pakkanum og eru kaupin meðal annars talin tengjast slíkri uppfærslu.

Tölvurisar víðsvegar um heim keppast nú við að uppfæra helstu forrit yfir í svokölluð tölvuský og vilja meðal annars gera samstarfsfélögum auðveldara að vinna að sameiginlegum verkefnum í gegnum tölvurnar.