Microsoft telur að Google reyni á kerfisbundinn hátt að koma í veg fyrir samkeppni á markaði leitarvéla í Evrópu. Microsoft hefur því sent kvörtun til eftirlitsaðila Evrópusambandsins.Í frétt Financial Times er haft eftir Brad Smith hjá Microsoft að félagið bætist þar í hóp fjölda annarra fyrirtækja sem hafa kvartað vegna Google.

Rannsókn stendur yfir innan ESB hvort Google brjóti gegn samkeppnislögum. Markaðshlutdeild Google í Evrópu er 95%, en hefur ótrekað neitað því að koma í veg fyrir samkeppni á markaði leitarvéla.