Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu mikið í dag í kjölfarið á sterku uppgjöri Microsoft og jákvæðra orða Countrywide Financials um horfur í rekstri. Nasdaq hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,9%, S&P 500 um 1,4% og Dow Jones um 1%. Hlutabréf Microsoft hækkuðu um 9,5% eftir að uppgjör félagsins sýndi mesta vöxt tekna í átta ár, meðal annars vegna mikillar sölu á Windows Vista.

Í Evrópu hækkuðu hlutabréf einnig, en þó minna en í Bandaríkjunum.