Microsoft segist hafa sett sig í samband við Yahoo til að reyna að komast að samkomulagi um nýjan samning, sem myndi ekki fela í sér að Microsoft keypti allt félagið.

Eins og fjallað hefur verið um tókst stjórn Yahoo og Microsoft ekki að komast að samkomulagi um yfirtöku Microsoft á Yahoo og hættu félögin viðræðum fyrr í þessum mánuði.

Fjárfestirinn Carl Icahn beitir sér nú fyrir því að stjórn Yahoo verði skipt út og vill koma að nýjum stjórnarmönnum sem myndu hefja viðræður við Microsoft á nýjan leik.

Microsoft sagði ekki frá því hvers eðlis nýr samningur yrði, en viðurkenndi að fyrirtækin væru í sambandi á ný.