Microsoft og Yahoo hafa nú tekið upp  viðræður um sameiningu á ný en sem kunnugt er áttu þessi félög í löngun og ströngum viðræðum á seinasta ári sem upp úr slitnaði undir árslok.

Nú hefur hins vegar verið skipt um stóran hluta stjórnar Yahoo auk þess sem forstjórinn og fyrrverandi eigandinn Jerry Yang hefur látið af störfum en hann stóð í veg fyrir sameiningu á seinasta ári. Yang starfar þó enn hjá Yahoo og vinnur að alþjóðlegri stefnumótun félagsins. Talið er að ný stjórn félagsins sé mun viljugri til sameiningar en sú fyrri og af sameiningu geti orðið fyrir mitt sumar ef allt gengur að óskum.

Það er Carol Bartz, forstjóri Yahoo (sem tók við af Yang) sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd Yahoo. Talið er að viðræðurnar muni fyrst og fremst snúast um úrlausn tæknilegra mála og nýtingu á starfsfólki en þegar sé búið að undirbúa hvernig viðskiptin við yfirtökuna muni ganga fyrir sig að því er fram kemur í frétt Financial Times af málinu.

Sjá nánar í tengdum fréttum hér að neðan.