Bæði Microsoft og Yahoo eru að leita nú leiða til að draga þriðja aðila inn í svokallað yfirtökumál en eins og kunnugt er gerði Microsoft yfirtökutilboð í Yahoo sem enn hefur ekki fengið hljómgrunn í stjórn Yahoo þar sem stjórnin telur það of lágt.

Málið er búið að ganga fram og til baka hafa stórar yfirlýsingar fallið á báða bóga en ekki er mikill kærleikur milli félaganna.

Nú berast fréttir af því að Microsoft ætli að fá News Corp, sem meðal annars eiga MySpace til að vera með sér í yfirtökutilboðinu. Þannig er möguleiki á að hækka tilboðið hefur Reuters eftir viðmælanda sínum sem sagður er kunnugur málinu.

Þá er einnig greint frá því að Yahoo athugi nú sameiningu við AOL og er það sagt til að koma í veg fyrir möguleika Microsoft á að eignast félagið.

New York Times greinir frá því að Microsoft og News Corp séu langt komin í viðræðum um sameiginlegt yfirtökutilboð í Yahoo en hugmyndir er, að sögn WSJ að sameina þrjár stórar og vinsælar síður, MySpace, Yahoo og MSN.com.

Þá hafa einnig verið orðrómur um að News Corp fari beint í samstarf við Yahoo til að koma í veg fyrir yfirtökutilboð Microsoft en WSJ segir að meira alvara sé á bakvið möguleikann um samstarf AOL og Yahoo.

Áætlað er að Time Warner (eigandi AOL) kaupi um 20% hlutafjár með peningum þannig að Yahoo geti keypt gömul hlutabréf til baka, segir blaðið.

Samstarf við Google

Í morgun kynnti Yahoo um samstarf sitt við Google en leitarvélarnar tvær munu deila auglýsingaplássi á síðum hver hjá annarri næstu tvær vikur og er það sagt tilraunarverkefni. Þannig mun Google fá auglýsingar á Yahoo leitarvélinni og öfugt og er miðað við að um 3% leitarniðurstaðna sé að ræða.