*

þriðjudagur, 19. október 2021
Erlent 29. ágúst 2014 11:25

Microsoft segir upp 1.050 starfsmönnum í Finnlandi

Microsoft tilkynnti í júlí að 18 þúsund starfsmönnum yrði sagt upp næsta árið.

Ritstjórn
Microsoft mun leggja niður rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins í Oulu á Finnlandi.
Gunnhildur Lind Photography

Tæknirisinn Microsoft tilkynnti sl. föstudag að 1.050 starfsmönnum fyrirtækisins í Finnlandi yrði sagt upp, samkvæmt frétt YLE. Tilkynningin kemur í kjölfar viðræðna fyrirtækisins við fulltrúa atvinnurekenda í Finnlandi.

Fyrirtækið tilkynnti í júlí sl. að um 18 þúsund starfsmönnum yrði sagt upp næsta árið. Verður þar aðallega um að ræða starfsmenn sem unnu hjá Nokia áður, en Microsoft keypti fyrirtækið í vor.

Fyrirhugað er að leggja niður rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins í Oulu þar sem um 500 manns starfa. Um er að ræða umfangsmestu uppsagnir í sögu fyrirtækisins.

Stikkorð: Microsoft Nokia