Útlit er fyrir að allt að 18 þúsund starfsmenn missi vinnuna hjá Microsoft á næstu 12 mánuðum. Yfirvofandi uppsagnir eru liður í breyttu skipulagi á hugbúnaðarrisanum bandaríska sem á að gera hann sveigjanlegri en áður. Ef af verður jafnast þetta á við það að 14% af öllum starfsmönnum Microsoft verði sagt upp.

Þetta verða einhverjar umfangsmestu uppsagnir í sögu Microsoft. Til samanburðar sagði fyrirtækið upp 5.800 manns árið 2009 og hafði þá annað eins aldrei sést.

Bandaríska dagblaðið The New York Times segir að mest verður skorið niður í Nokia-hluta Microsoft en þar verði 12.500 störf verða lögð niður. Það jafngildir um helmingi starfsmanna Nokia sem komu yfir til Microsoft í kjölfar hugbúnaðarfyrirtækisins á farsímafyrirtækinu. Til viðbótar verður verksmiðju Nokia í Búlgaríu lokað.

Blaðið segir jafnframt að Microsoft ætli að hætta að framleiða snjallsíma undir merkjum Nokia sem keyra á Android-stýrikerfinu. Þess í stað muni allir símar fyrirtækisins nota Windows-stýrikerfið.

Áætlaður kostnaður Microsoft við aðgerðirnar munu nema um 1,1 til 1,6 milljörðum dala eða allt að rúmum 180 milljörðum króna.